Sport

Coulthard bjartsýnn

Skotinn David Couthard segir að góður árangur hans með Red Bull í fyrstu keppni ársins í Formúlunni hafi ekki verið heppni og telur að lið sitt geti gert skráveifu í keppnum ársins. Couthard hafnaði nokkuð óvænt í fjórða sæti í Ástralíukappakstrinum um síðustu helgi og segir að þó að skilyrði hafi vissulega hjálpað sér nokkuð við að ná svo góðum árangri, hafi það ekkert haft með heppni að gera. "Við vorum ekkert að keyra síður en önnur lið í keppninni og stóðum okkur ágætlega.  Ég gerið mér grein fyrir því að það er liðin tíð að ég sé að berjast á toppnum í hverri keppni.  Við erum lítið lið og það er erfitt að halda stöðugleikanum sem stóru liðin hafa til að bera.  Þetta er allt spurning um peninga.  Ég er hinsvegar staðráðinn í að gera mitt besta og bíllinn er fínn hjá okkur, svo að það má alveg búast við því að við verðum með í baráttunni í ár", sagði Skotinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×