Sport

Schumacher hógvær

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher hefur varað menn við of mikilli bjartsýni á gengi Ferrari liðsins eftir fyrstu keppni ársins. Lið Ferrari ekur á endurbættum bíl síðan í fyrra í fyrstu keppnum mótsins í ár og segir Schumacher að þó árangur félaga hans, Rubens Barrichello hafi verið frábær í fyrstu keppninni þar sem hann vann sig upp úr ellefta sæti á verðlaunapall, sé full ástæða til að spara yfirlýsingarnar. "Árangurinn í fyrstu keppninni er varla marktækur að mínu mati, því brautin í Ástralíu er sniðin að okkar bílum og okkur hefur alltaf gengið mjög vel þar.  Ég vil því ekki gefa út yfirlýsingar um endanlegt ásigkomulag bílsins fyrr en eftir næstu keppni í Kuala Lumpur, en hún gæti átt eftir að reynast okkur erfið", sagði Þjóðverjinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×