Erlent

17 her- og lögreglumenn felldir

Byssumenn drápu 17 írakska her- og lögreglumenn og særðu 16 í þremur árásum nærri Baquba, norður af Bagdad, í dag. Fjórir hermenn létust í árás á eftirlitsstöð norður af Baquba snemma í morgun og jafnmargir lögreglumenn féllu við aðra eftirlitsstöð í miðborginni. Þá létust sjö lögreglumenn og tveir hermenn á enn einni eftirlitsstöðinni í skotárás suður af borginni. Lögreglan vildi ekki greina frá því hvort sami hópur hefði staðið á bak við allar árásirnar eða hvort um hefndaraðgerðir sjíta væri að ræða í kjölfar þess að um þúsund pílagrímar létust í troðningi á brú í Bagdad fyrr í vikunni, en meirihluti íbúa í Baquba er súnnítar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×