Erlent

Minntust látinna gísla í Beslan

Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og minntust yfir 300 gísla sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Rússneskar hersveitir réðust inn á þriðja degi umsátursins þegar sprenging heyrðist innan úr skólanum klukkan fimm mínútur yfir eitt eftir hádegi að staðartíma. Í kjölfarið braust út skotbardagi og tsjetsjensku gíslatökumennirnir sprengdu sig í loft upp utan einn svo 330 manns létust, þar af helmingurinn börn, en um 700 gíslar komust lífs af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×