Erlent

Franskir skurðlæknar til Bretlands

350 franskir skurðlæknar hafa tekið upp á því að fara til Bretlands að mótmæla slæmum kjörum sínum í heimalandinu. Ástæðan ku vera táknræn því margir þeirra hafa fengið tilboð um betra kaup og kjör í Bretlandi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir skurðlæknum. Formaður samtaka skurðlækna í Frakklandi segir starfsgreinina vera í mikillu kreppu nú um stundir og að breytingar verði að eiga sér stað svo franskir skurðlæknar flytjist ekki unnvörpum til annarra landa til að sinna starfi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×