Erlent

Litla stúlkan eftirsótt

Fjöldi fólks í Kenýa hefur lýst yfir áhuga á að ættleiða kornunga stúlku sem skilin var eftir í skógi í útjaðri Naíróbí fyrir skemmstu. Stúlkan hafði verið í plastpoka í skóginum í tvo daga þegar flækingshundur kom að og bjargaði henni á ótrúlegan hátt. Eftir að saga stúlkunnar var sögð í fjölmiðlum hafa tugir manna sett sig í samband við sjúkrahúsið sem tók við henni og beðið um að fá að ættleiða hana. Að sögn starfsmanna spítalans liggur þó enn ekki ljóst fyrir hver örlög stúlkunnar litlu verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×