Erlent

Ráðist á lögreglu á N-Írlandi

Kaþólsk ungmenni réðust að lögreglu vopnuð bensínsprengjum, múrsteinum, grjóti og blöðrum fylltum af málningu. Árásin var gerð þegar lögreglumennirnir fluttu atkvæði sem voru greidd í Belfast til talningar. Nokkrar bifreiðar skemmdust í árásinni en einu meiðslin voru þau að einn kosningastarfsmaður skarst á fingri. Gerry O'Hara, bæjarstjóri í Belfast, sagði árásir sem þessar nokkurs konar hefð. Ráðist hefur verið á lögreglumenn við flutning atkvæðakassa við nær allar kosningar frá því á níunda áratugnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×