Erlent

Hneyksli skekur stjórnvöld

Fyrir þrettán árum síðan var sú ákvörðun tekin af áströlskum stjórnvöldum að láta almenning ekki vita að blóð í blóðbönkum á ákveðnum svæðum í landinu væri líklega sýkt af lifrarbólgu C. Afleiðingar þessa eru að yfir 20 þúsund manns hafa smitast af veirunni og eru aðeins átta þúsund þeirra enn á lífi. Hefur enn fremur komið fram að vegna lélegra gagnaskráa margra sjúkrastofnana í landinu séu líkur á að mun fleiri séu sýktir en viti ekki af því. Áströlsk stjórnvöld hafa beðist afsökunar en vísa á bug öllum hugmyndum um skaðabætur af neinu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×