Erlent

Kjörsókn tvöfaldast í Bretlandi

Tilraunir með póstatkvæðagreiðslu í bresku sveitarstjórnarkosningunum virðast hafa borið góðan árangur. Í það minnsta tvöfaldaðist kjörsókn á mörgum þeim svæðum þar sem hægt var að greiða atkvæði í pósti. Í norðvesturhluta landsins fór kjörsókn úr tæpum tuttugu prósentum í nær 40 prósent. Efasemdarmenn um ágæti póstkosninga hafa lýst áhyggjum af því að auðveldara sé að svindla í póstkosningum en hefðbundnum kosningum. Þeir sem sáu um framkvæmdina vísa því á bug en ætla að láta meta hvort almenningur beri sama traust til póstkosninga og hefðbundinna kosninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×