Erlent

Ætla að halda áfram árásum

Háttsettur leiðtogi palestínsku Hamas-samtakanna, Mahmoud Zahar, sagði í gær að samtökin myndu halda áfram árásum sínum á Ísrael hvort sem Ísraelar drægju herlið sitt frá Gazaströndinni eða ekki. Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia heimsótti Gaza í gær til samráðsfundar við háttsetta heimamenn um framtíð svæðsins. Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðustu viku áætlun Ariels Sharons forsætisráðherra um brottflutning ísraelskra landnema og herliðs frá Gazaströndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×