Erlent

Bæjarstjóri sýknaður

Líkurnar á því að Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York-ríki, fari í fangelsi fyrir að gefa samkynhneigð pör saman minnkuðu heldur þegar dómari vísaði ákæru á hendur honum frá dómi. Ákæruvaldið getur þó áfrýjað úrskurðinum. "Ef sagan segir okkur eitthvað er þetta upphafið að breytingum í New York ríki sem ekki verður snúið við," sagði West, sem gaf saman hátt í 30 samkynhneigð pör í febrúar þegar deilur um rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband stóðu sem hæst. Hann var ákærður fyrir að gefa pör saman þó þau hefðu ekki hjúskaparleyfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×