Erlent

HIV-sýkt börn eftir blóðgjöf

Eftirlit með indverskum blóðbönkum hefur verið hert til muna eftir að fregnir bárust af því að 30 börn hefðu smitast af HIV-veirunni við blóðgjöf á síðustu þremur árum. Fjölmiðlar í Kalkútta greindu frá því að börn niður í þriggja ára hefðu smitast en alls eru 58 blóðbankar starfræktir á vegum yfirvalda í Kalkútta. Talið er að 610 þúsund hafi smitast af HIV í fyrra en fjöldi smitaðra á Indlandi er talinn vera um 4,5 milljónir. Hvergi í heiminum eru jafn margir smitaðir af HIV-veirunni, ef frá er talin Suður-Afríka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×