Erlent

Bush eldri áttræður

George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar sér að halda upp á 80 ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk um helgina. Bush og eiginkona hans, Barbara, verða við útför Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, á föstudag en halda að því loknu heim til Houston þar sem þau halda upp á afmæli forsetans fyrrverandi á laugardag. Á sunnudeginum ætlar Bush svo að stökkva út úr flugvél í fallhlíf. Það gerði hann líka á 75 ára afmæli sínu og ennfremur í seinni heimsstyrjöld þegar hann var flugmaður í flotanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×