Erlent

SMS áróður á Ítalíu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýndur harkalega fyrir að senda 30 milljónum ítalskra kjósenda skilaboð í gsm síma, vegna kosninganna til Evrópuþingsins. Ítalar ganga að kjörborðinu í dag, ásamt Tékkum, Lettum og Möltubúum, en kosningunum lýkur á morgun. Berlusconi sendi sms skilaboð þar sem kjósendur voru hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn. Hann sagði afar eðlilegt að hvetja kjósendur með þessum hætti, en aðrir töldu þetta innrás í einkalíf fólks. Skilaboðin frá Berlusconi urðu til þess að alda sms skilaboða gekk yfir Ítalíu, þar sem andstæðingar forsætisráðherrans svöruðu með fjandsamlegum skilaboðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×