Erlent

Draga Írana til ábyrgðar

Draga verður Írana til ábyrgðar fyrir kjarnorkuáætlun sína. Þetta segir Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og segir bandarísk stjórnvöld fús að kanna hvort viðskiptaþvinganir á vegum Sameinuðu þjóðanna gætu verið réttu viðbrögðin. Bandaríkjamenn telja víst að Íranar þrói kjarnorkuvopn en írönsk stjórnvöld neita því og segja að kjarnorkuver í landinu séu einungis ætluð til raforkuframleiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×