Erlent

Vill berjast í Tsjetsjeníu

"Ég ætla til Tsjetsjeníu til að berjast fyrir múslima. Múslimar eru ofsóttir í Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja hryðjuverk gegn þeim," sagði Slimane Hadj Abderrahmane í viðtali við dönsku útvarpsstöðina DR-1. Nokkrir mánuðir eru liðnir síðan honum var sleppt úr haldi á Guantanamo þar sem Bandaríkjamenn héldu honum. Þá hét hann því að heyja ekki vopnaða baráttu. Nú segir hann að Bandaríkjamenn geti skeint sér á skjalinu sem hann undirritaði þess efnis. Abderrahmane er sonur danskrar konu og alsírsks karlmanns. Hann var handtekinn í Afganistan snemma árs 2002 þar sem hann sagðist vera í þjálfun fyrir baráttuna í Tsjetsjeníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×