Erlent

Sikhar kæra stjórnvöld

Þrír sikhar hafa stefnt frönskum stjórnvöldum vegna banns við trúartáknum í skólum landsins. Sikharnir eru ósáttir við að fá ekki að bera túrbana sína og vonast til að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum hafi verið óheimilt að setja lögin. Samkvæmt banninu mega hvorki nemendur né kennarar bera áberandi trúartákn í skólum. Bannið var sett til að fá íslamskar stúlkur til að fella slæðuna sem þær bera en túrbanar sikha, kollhúfur gyðinga og stórir kristnir krossar eru einnig bannaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×