Erlent

Coke semur sig frá sektum

Margra ára langri deilu Evrópusambandsins og Coca Cola fyrirtækisins lauk með samkomulagi sem kynnt var í gær. Samkvæmt því þarf fyrirtækið ekki að greiða sektir en verður þess í stað að draga úr þeirri starfsemi sem er talin hamla samkeppni. Fyrirtækið þarf að hætta að semja um einkarétt á gosdrykkjasölu í ákveðnum búðum og veitingastöðum auk þess sem fyrirtækið verður að heimila verslunum að setja gosdrykki frá öðrum framleiðendum í kæliskápa sem eru merktir fyrirtækinu. Samkomulagið verður lagalega bindandi og Coca Cola skaðabótaskylt fari það ekki eftir því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×