Erlent

Grunaður um kynferðislegt ofbeldi

Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre-flokksins í Danmörku, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt ungan dreng kynferðislegu ofbeldi. Oppfeldt lýsti sig hins vegar saklausan að sögn danskra fjölmiðla í dag. Oppfeldt hefur tímabundið sagt sig úr þingflokki Venstre vegna málsins. Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi flokksins og forsætisráðherra, hefur lýst sig sammála þeirri ákvörðun þingmannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×