Erlent

Aflífaður fyrir nauðgunartilraun

Maður sem sekur var um tilraun til að nauðga konu var hálshöggvinn í borginni Ríad í Sádi Arabíu í dag. Maðurinn hafði brotist ölvaður inn á heimili konunnar, stungið hana hnífi í hálsinn og hótað að myrða börnin hennar. Konan veitti manninum mótþróa og tókst honum ekki að koma fram vilja sínum við hana. Hann er níundi maðurinn sem tekinn er af lífi í Sádi Arabíu á þessu ári en þar í landi liggur líflátsdómur við morðum, nauðgunum og eiturlyfjasölu. Hinir seku eru yfirleitt hálshöggnir á almannafæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×