Innlent

Endurbættu leiðarkerfi frestað

Nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður ekki tekið í notkun fyrr en í fyrsta lagi í október vegna þess að ekki næst að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir á tilsettum tíma. Áður hafði verið stefnt að því að taka nýja leiðakerfið í notkun seinni part sumars. "Ástæða þess er einkum sú að þær framkvæmdir sem ráðast þarf í samhliða kerfisbreytingunni eru tímafrekari en gert var ráð fyrir og þurfa í einhverjum tilvikum að fara í gegnum deiliskipulagsferli. Það ferli er nokkuð tímafrekt og því ljóst að ekki næst að ljúka því á tilsettum tíma," segir á vef Strætós bs. Á vef fyrirtækisins kemur jafnframt fram að nýja leiðakerfið sé að mestu tilbúið, en framundan sé að útfæra tímatöflur og fleira sem snýr að því að hrinda því í framkvæmd. Þá segir þar að undanfarnar vikur og mánuði hafi staðið yfir víðtækt kynningar- og samráðsferli, þar sem margar gagnlegar ábendingar og athugasemdir hafi komið fram og að nokkuð margir hafi sent Strætó bs. athugasemdir í tölvupósti eftir að hafa kynnt sér tillögur að nýju leiðakerfi á www.straeto.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×