Erlent

Efni fyrir tugi milljarða

Lögregla handtók sjö manns og gerði upptæk efni sem duga til að framleiða 35 milljarða virði af fíkniefnum, þegar hún réðist til inngöngu í fíkniefnaverksmiðju í Suva, höfuðborg smáeyjunnar Fiji í Eyjaálfu. Umfang fíkniefnaframleiðslunnar þykir renna stoðum undir áhyggjur manna af því að smáríki á sunnanverðu Kyrrahafi geti orðið athvarf fyrir skipulagða glæpastarfsemi ef löggæsla er ekki efld þar, ráðist gegn spillingu og efnahagur þeirra bættur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×