Erlent

Kerry með 51 prósent

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, fengi 51 prósent atkvæða en George W. Bush Bandaríkjaforseti 44 prósent ef forsetakosningarnar í Bandaríkjunum færu fram nú og úrslit hennar yrðu í samræmi við skoðanakönnun Los Angeles Times. Þegar Ralph Nader, sem hyggst bjóða sig fram sem óháður, er með í könnuninni minnkar fylgi bæði Kerry (í 48 prósent) og Bush (í 42 prósent). Óvíst er hvort Nader takist að fá nafn sitt skráð á kjörseðilinn. Takist það ekki þurfa kjósendur að skrifa nafn hans á kjörseðilinn sem er líklegt til að fækka atkvæðum sem hann fær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×