Erlent

Blóðugur bardagi

21 talibani lét lífið í bardögum við bandaríska og afganska hermenn í suðurhluta Afganistans. Fimm bandarískir hermenn og tveir afganskir særðust í bardaganum, sem braust út eftir að talibanarnir gerðu hermönnunum fyrirsát. Jan Mohammad Khan, ríkisstjóri í Uruzgan-fylki, sem liggur að staðnum þar sem fyrirsátin var gerð, sagði að yfir hundrað talibanar hefðu tekið þátt í árásinni en hermennirnir notið aðstoðar herþota sem réðust á talibanana. "Við söfnuðum saman 21 líki. Restin flýði upp í fjöllin," sagði Khan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×