Erlent

Lík fannst í legreit mafíunnar

Lögreglan í New York fann á dögunum lík á yfirgefinni lóð sem hefur um langt árabil verið kölluð grafreitur mafíunnar vegna gruns manna um að þar hafi verið grafin lík manna sem glæpaforinginn John Gotti lét myrða. Fyrsta líkið sem fannst í grafreit mafíunnar fannst fyrir rúmum tuttugu árum þegar börn að leik sáu handlegg mafíuforingjans Alphonse "Rauða Sonny" Indelicato standa upp úr jörðinni. Frekari leit þá bar engan árangur en leit hófst á ný fyrir skemmstu eftir ábendingu um hvar nokkur lík væri að finna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×