Erlent

Tugir létust í gassprengingu

Í það minnsta sextíu og allt upp í 150 námumenn létu lífið þegar mikil sprenging varð í kolanámu í Daping námunni í Henan-héraði í Kína. Nær 450 manns voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og sluppu um 300 manns lifandi. Nær níutíu manna er saknað og ekki vitað um afdrif þeirra. Sextíu lík höfðu fundist í gær, flestir hinna látnu köfnuðu í gasmettuðu loftinu sem fyllti námuna. Litlar líkur eru taldar á að fleiri hafi lifað af. Meira en þúsund björgunarsveitamenn voru að störfum í og við verksmiðjuna í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×