Erlent

Kaupir sér gullfiska næst

Maður sem keypti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri félagsskap en hann kærði sig um. Maðurinn, sem býr í New Orleans, keypti sér kanínupar en gerði sér greinilega ekki grein fyrir því að kanínur eru einmitt frægar fyrir að haga sér eins og kanínur. Eftir tæplega ár sat hann uppi með 73 kanínur og réði ekki neitt við neitt. Þær voru farnar að eyðileggja húsgögnin og þá meltu þær matinn sem hann gaf þeim svo hratt að hann stóðst þeim engan veginn snúning. Dýraverndunarsamtök sem losuðu hann við kanínurnar bentu manninum pent á að kaupa sér gullfiska næst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×