Erlent

Brákaður en ekki bugaður

Fidel Kastró, forseti Kúbu féll niður stiga þegar hann var á leið niður af sviði eftir klukkustundarlanga ræðu og brákaði sig bæði á hné og á hendi. Margir í salnum brustu í grát en Castro, sem orðinn er 78 ára bað strax um að fá hljóðnemann og sagði áheyrendum að allt væri í lagi með sig. "Ég get talað, jafnvel þó ég sé í gifsi," sagði Kastró.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×