Erlent

Herþotur sendar til verndar Katsav

Tvær austurrískar herþotur voru sendar á loft til að verja þyrlu Ísraelsforseta eftir að flugumsjónarmenn tilkynntu að lítilli flugvél væri flogið í átt að þyrlunni. Af ótta við að einhver kynni að ætla að ráðast á Moshe Katsav, forseta Ísraels, ákváðu yfirvöld að taka enga áhættu. Hættan reyndist þó lítil þar sem um var að ræða einkaflugmann í útsýnisflugi. "Ég er með tvær herflugvélar mér við hlið. Hvað hef ég gert af mér," spurði flugmaðurinn hissa þegar herþoturnar birtust við hlið hans. Hann sagðist ekki hafa vitað að bannað væri að fljúga á þeim slóðum sem hann var á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×