Erlent

Standa saman að hjálparstarfi

ABC hjálparstarf hefur samið við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um samstarf í hjálparstarfi við fátæk og munaðarlaus börn í fjórum löndum þar sem Þróunarsamvinnustofnunin starfar nú þegar. Löndin eru Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda. ABC hjálparstarf og Þróunarsamvinnustofnunin vinna þegar sameiginlega að hjálparstarfi í Kitetikka í Úganda. Þar hafa fjárframlög stofnunarinnar verið notuð til byggingar heimavistar fyrir munaðarlaus börn. Auk starfsemi ABC hjálparstarfs starfa samtökin á Indlandi og í Filippseyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×