Erlent

Minnst 66 létust

66 hið minnsta, týndu lífi í mannskæðasta fellibyl sem gengið hefur yfir Japan í meira en tvo áratugi. Aurskriður og flóðbylgjur færðu allt á kaf og nokkurra er enn saknað. Fellibylurinn missti fljótlega afl þegar yfir land kom og var ekki ýkja öflugur þegar hann gekk yfir Tókýóborg. Alls hafa tíu fellibyljir skollið á Japan það sem af er árinu, sem er met.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×