Erlent

Haldið föngnum vegna brota annarra

"Við viljum ekki vera gíslar," stóð á borða sem skipverjar á víetnömsku skipi breiddu yfir borðstokkinn. Þeim hefur verið haldið nauðugum í höfn í Tansaníu í fjóra mánuði vegna deilna sem þeir og fyrirtækið sem þeir vinna hjá eiga engan þátt í. Víetnamska skipið kom til Tansaníu í júlí með hrísgrjónafarm. Það var sett í farbann vegna deilna kaupanda farmsins við annað víetnamskt fyrirtæki sem hann hafði samið við um kaup á hrísgrjónum fyrir hundrað milljónir. Þann samning undirritaði hann fyrir fimm árum en fékk þau aldrei afhent. Kaupmaðurinn í Tansaníu höfðaði þremur árum síðar mál á hendur víetnamska fyrirtækinu en því var vísað frá vegna þess að kæra þurfti innan tveggja ára. Kaupmaðurinn brást við þessu með því að fá farbann á skipið frá fyrirtækinu sem stóð við sitt, til að þrýsta á um bætur fyrir fyrri svik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×