Erlent

Tyrkir vilja miðla málum

"Tyrkland er reiðubúið, hvenær sem er, að miðla málum í friðarferlinu og mun halda áfram að vinna að þessum málum," sagði Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, þegar hann bauð fram hjálp sína og lands síns við að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Tyrkir hafa verið helstu bandamenn Ísraela fyrir botni Miðjarðarhafs frá því löndin sömdu um hernaðarsamvinnu árið 1996. Tyrkir eru einnig í góðum tengslum við Palestínumenn og fylgjandi stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×