Erlent

Saddam í umsjá Íraka í dag

Lyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak hefur tilkynnt að Saddam Hussein verði afhentur íröskum yfirvöldum í dag, ásamt ellefu liðsmönnum úr stjórn hans og munu þau hafa hann í sinni umsjá fram að réttarhöldum. Saddam verða birtar ákærur fyrir glæpi sína á fimmtudag þar á meðal fyrir þjóðarmorð, en réttarhöld hefjast ekki fyrr en eftir nokkra mánuði og hvatti Allawi þegna sína til að sýna þolinmæði. Hann sagði að um milljón manns væri saknað frá stjórnartíð Saddam Hussein og margir bíði með óþreyju eftir að hann verði dæmdur fyrir glæpi sína. Allawi lagði áherslu á að Hussein fengi sanngjarna og réttmæta málsmeðferð. Saddam Hussein var handtekinn í desember síðastliðnum og hefur verið í haldi á ótilgreindum stað nærri Bagdad eða í borginni. Þó formlega séð verði hann í umsjá íraskra stjórnvalda verður hann vistaður í fangelsi sem er rekið af Bandaríkjamönnum því Írak skortir almennileg fangelsi að því er yfirvöld halda fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×