Erlent

Barroso skipaður forseti

Jose Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgal hefur verið skipaður forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann var tilnefndur af leiðtogum Evrópusambandsríkjanna en forseti framkvæmdastjórnar er æðsta Evrópusambandsins. Barroso var ekki kosinn af leiðtogum aðildarríkjanna heldur náðist samkomulag milli þeirra um skipan hans. Barroso er ágætlega liðinn meðal annarra leiðtoga í sambandinu. Hann er stuðningsmaður innrásarinnar í Írak og þykir koma Evrópusambandinu úr ákveðinni pattstöðu vegna deilna yfir Íraksstríðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×