Erlent

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verður ekki ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísraels telur hvergi nærri nógar sannanir fyrir því að Sharon hafi brotið af sér þannig að þær dugi til sakfellingar. Niðurstaða ríkissaksóknara eykur mjög líkur á því að Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Ísraels, gangi til liðs við ríkisstjórn Sharons. Flokkurinn hafði áður neitað að gera það meðan verið væri að rannsaka Sharon vegna spillingarmála. Í gær gaf Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, að hann myndi hefja stjórnarmyndunarviðræður ef tækifærið byðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×