Erlent

Kjóllinn bannaður

Fimmtán ára íslömsk stúlka fær ekki að klæðast hefðbundnum kjól og slæðu íslamskra kvenna í skólanum sem hún stundar nám við í London. Stúlkan var send heim úr skólanum í september 2002 fyrir að klæðast jilbab, síðum kjól sem hylur allan líkama hennar nema hendur og andlit. Síðan þá hefur hún ekki mætt í skóla. Hún og fjölskylda hennar höfðuðu mál á hendur skólanum en dómari felldi í gær þann úrskurð að skólinn væri í fullum rétti að banna henni að klæðast kjólnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×