Erlent

Lengst allra í embætti

Enginn breskur stjórnmálamaður hefur setið lengur samfellt í stóli fjármálaráðherra en Gordon Brown. Í gær hafði hann gegnt embættinu í sjö ár og 44 daga. Sky fréttastofan rifjaði af þessu tilefni upp skilgreiningu Browns á breskum fjármálaráðherrum. Þeir skiptust í tvo hópa, annars vegar þá sem klúðruðu málum, hins vegar þá sem forða sér tímanlega úr fjármálaráðuneytinu. Stutt er síðan skoðanakönnun YouGov leiddi í ljós að fleiri Bretar töldu að hann yrði betri forsætisráðherra en Tony Blair.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×