Erlent

Eggjandi apótek

Breski lyfjaverslanarisinn Boots hefur ákveðið að bregðast við minnkandi hagnaði með því að selja kynlífsleikföng í verslunum sínum sem eru yfir 1.400 talsins. Að sögn breska blaðsins Guardian er framtakið í samvinnu við smokkaframleiðandann Durex. Gert er ráð fyrir að snemma á næsta ári verði hægt að kaupa titrara, erótískar nuddolíur og aðrar unaðsvörur um leið og fjárfest er í tannkremi og verkjalyfjum. Segir Boots að með þjónustunni sé einkum reynt að höfða til kvenna. Gengi hlutabréfa í Boots hækkaði lítillega í kauphöllum í gær eftir að tíðindin spurðust út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×