Erlent

Vill ekki þjálfa hersveitir Íraks

Frakkar munu ekki senda herþjálfara til Íraks, að sögn Jacques Chirac, forseta Frakklands. Þessu lýsti hann yfir á fundi leiðtoga NATO í Istanbúl í gær en þar var ákveðið að NATO tæki virkan þátt í þjálfun hersveita Íraka. Talið er að með þessu vilji Chirac undirstrika andstöðu sína við innrás Bandaríkjamanna í Írak þrátt fyrir vilja til þess að hjálpa til við uppbyggingu í Írak. Chirac sakaði einnig George Bush Bandaríkjaforseta um afskiptasemi er hann stakk upp á því að Tyrkjum væri boðin innganga í Evrópusambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×