Innlent

Umferð hleypt á Reykjanesbraut

Umferð verður hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í dag, um tólf kílómetra langan kafla. Slysum mun fækka til muna og ferðatíminn styttast, segir Vegagerðin. Framkvæmdir hófust fyrir einu og hálfu ári á þessum rúmlega tólf kílómetra kafla, sem nær frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps, og um þrjá kílómetra austur fyrir Vogaveg. Til stóð að hleypa umferð á vegarkaflann 1. desember, en þar sem verkið sóttist vel var ákveðið að opna í dag, við hátíðlega athöfn klukkan þrjú. Kostnaðurinn er áætlaður rúmlega einn milljarður. Enn er eftir tæplega 13 kílómetra kafli til Njarðvíkur. Næstu áfangar eru áætlaðir á árunum 2006 til 2010 og lokakaflinn verður lagður 2010-2014. Reiknað er með að þegar þeim framkvæmdum er lokið muni slysum fækka um 25 til 65 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×