Gott fólk kemst í vinnu 19. desember 2004 00:01 "Fyrirtækin spá í ráðningar fyrir allt árið og í janúar eða febrúar er best fyrir krakka sem er að útskrifast úr menntaskóla um áramótin að finna sér atvinnu," segir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Vinna.is auk þess sem hún tekur fram að um áramót fari allt af stað í atvinnumálum eins og gengur og gerist þegar komið er nýtt ár. "Það vantar alltaf mikið í verslunar- og þjónustugeirann en önnur störf geta verið erfiðari. Það hefur til að mynda ekki verið mikið framboð af skrifstofustörfum og eru yfirleitt margir um hvert starf, " segir Agla en hún telur að við sérhæfð skrifstofustörf sé oftast leitað að fólki með reynslu en í móttöku- og símvörslustörf eiga nýútskrifaðir stúdentar jafnmikinn möguleika og aðrir. "Auðvitað fer þetta alltaf eftir því hverju fyrirtækin eru að leita að en svo virðist sem núna vilji þau helst ráða eldra fólk sem hægt er að treysta að verði við störf hjá þeim lengi," segir Agla og bætir við að mikill kostnaður fari í að þjálfa upp nýjan starfsmann og því mörg fyrirtæki sem ráði ekki fólk í skamman tíma. "En þeir sem eru með góða atvinnusögu komast mjög auðveldlega í vinnu. Það er alltaf pláss fyrir gott fólk," segir Agla. Atvinna Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Fyrirtækin spá í ráðningar fyrir allt árið og í janúar eða febrúar er best fyrir krakka sem er að útskrifast úr menntaskóla um áramótin að finna sér atvinnu," segir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Vinna.is auk þess sem hún tekur fram að um áramót fari allt af stað í atvinnumálum eins og gengur og gerist þegar komið er nýtt ár. "Það vantar alltaf mikið í verslunar- og þjónustugeirann en önnur störf geta verið erfiðari. Það hefur til að mynda ekki verið mikið framboð af skrifstofustörfum og eru yfirleitt margir um hvert starf, " segir Agla en hún telur að við sérhæfð skrifstofustörf sé oftast leitað að fólki með reynslu en í móttöku- og símvörslustörf eiga nýútskrifaðir stúdentar jafnmikinn möguleika og aðrir. "Auðvitað fer þetta alltaf eftir því hverju fyrirtækin eru að leita að en svo virðist sem núna vilji þau helst ráða eldra fólk sem hægt er að treysta að verði við störf hjá þeim lengi," segir Agla og bætir við að mikill kostnaður fari í að þjálfa upp nýjan starfsmann og því mörg fyrirtæki sem ráði ekki fólk í skamman tíma. "En þeir sem eru með góða atvinnusögu komast mjög auðveldlega í vinnu. Það er alltaf pláss fyrir gott fólk," segir Agla.
Atvinna Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira