Baróninn haldinn norðurhjaradellu 13. desember 2004 00:01 Franskur barón kom til Íslands árið 1898 til þess að auðgast. Hann var haldinn norðurhjaradellu og taldi landið tilvalið til þess að hefja nýtt líf. En háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu ekki samleið, eins og fram kemur í heimildaskáldsögunni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn. Baróninn og aðalsmaðurinn, Charles Gauldrée Boilleau, var tónlistarmaður og mikill heimsborgari sem ákvað að koma til Íslands og reyna að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Skömmu eftir að hann kom til landsins árið 1898 keypti hann jörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hóf þar búskap, og hafa Íslendingar gjarnan kallað hann baróninn á Hvítárvöllum. En hann kom líka við sögu í Reykjavík því gatan Barónsstígur heitir eftir honum. Fyrir fimmtán árum rakst Þórarinn Eldjárn rithöfundur á sögu barónsins í skráðum frásögnum og þótti honum saga hans vera einstaklega heillandi þar sem andstæðurnar væru miklar. Og því meira sem hann las um hann, því dularfyllri varð hann. „Það auðvitað kallar á skáldskap þannig að þetta er ekki sagnfræðiverk heldur skáldsaga,“ segir Þórarinn. Með baróninum í för til Íslands var 18 ára maður og sögðust þeir vera frændur. Það reyndist ekki rétt og spruttu ýmsar sögur um samband þeirra. Í sögu Þórarins kemur fram að stórbrotnar hugmyndir barónsins hafi ekki fallið í frjóan jarðveg hér á landi. Hann var líklega haldinn norðurhjaradellu að sögn höfundarins sem segir það hafa verið þekkt fyrirbæri á meðal heldri manna á þessum tíma sem höfðu ferðast víða. „Ég held að hann hafi séð í landinu bæði einhvern hreinleika og möguleika á að byrja upp á nýtt því hann var ábyggilega kominn í einhvers konar þrot í sínu lífi og starfi,“ segir Þórarinn sem telur að baróninn hafi ekki náð að fóta sig hér á landi vegna þess hve þjóðfélagið var frumstætt og hugmyndir hans því ekki gengið upp. Bókmenntir Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Franskur barón kom til Íslands árið 1898 til þess að auðgast. Hann var haldinn norðurhjaradellu og taldi landið tilvalið til þess að hefja nýtt líf. En háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu ekki samleið, eins og fram kemur í heimildaskáldsögunni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn. Baróninn og aðalsmaðurinn, Charles Gauldrée Boilleau, var tónlistarmaður og mikill heimsborgari sem ákvað að koma til Íslands og reyna að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Skömmu eftir að hann kom til landsins árið 1898 keypti hann jörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hóf þar búskap, og hafa Íslendingar gjarnan kallað hann baróninn á Hvítárvöllum. En hann kom líka við sögu í Reykjavík því gatan Barónsstígur heitir eftir honum. Fyrir fimmtán árum rakst Þórarinn Eldjárn rithöfundur á sögu barónsins í skráðum frásögnum og þótti honum saga hans vera einstaklega heillandi þar sem andstæðurnar væru miklar. Og því meira sem hann las um hann, því dularfyllri varð hann. „Það auðvitað kallar á skáldskap þannig að þetta er ekki sagnfræðiverk heldur skáldsaga,“ segir Þórarinn. Með baróninum í för til Íslands var 18 ára maður og sögðust þeir vera frændur. Það reyndist ekki rétt og spruttu ýmsar sögur um samband þeirra. Í sögu Þórarins kemur fram að stórbrotnar hugmyndir barónsins hafi ekki fallið í frjóan jarðveg hér á landi. Hann var líklega haldinn norðurhjaradellu að sögn höfundarins sem segir það hafa verið þekkt fyrirbæri á meðal heldri manna á þessum tíma sem höfðu ferðast víða. „Ég held að hann hafi séð í landinu bæði einhvern hreinleika og möguleika á að byrja upp á nýtt því hann var ábyggilega kominn í einhvers konar þrot í sínu lífi og starfi,“ segir Þórarinn sem telur að baróninn hafi ekki náð að fóta sig hér á landi vegna þess hve þjóðfélagið var frumstætt og hugmyndir hans því ekki gengið upp.
Bókmenntir Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira