Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð

Hæstiréttur Kanada hefur gefið ríkisstjórn landsins grænt ljós á að leyfa hjónabönd samkynhneigðra en gekk ekki svo langt að segja að hún væri skyldug til þess vegna ákvæða í stjórnarskrá landsins. Ríkisstjórnin hafði vonast til þess að Hæstiréttur myndi skylda hana til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra um allt landið til þess að auðvelda henni að koma frumvarpi þar um í gegnum þingið. Þess í stað sagði rétturinn að ríkisstjórnin hefði heimild til þess að leyfa hjónaböndin og að skilgreining hennar á hjónabandi sem löglegri sameiningu tveggja persóna bryti ekki í bága við stjórnarskrána.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×