Erlent

OPEC-ríkin minnki olíuframleiðslu

Sérfræðingar OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, kanna nú hvort að lækkun á olíufatinu á heimsmarkaði réttlæti að ríkin dragi úr framleiðslu sinni. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi á morgun til að komast að niðurstöðu og segir ráðherra Írans að ekki hafi náðst samkomulag um stefnuna enn sem komið er. Einhver ríkjanna eru sögð á móti því að dregið verði úr framleiðslu, þeirra á meðal Sádi-Arabía sem er stærsti framleiðandinn í hópnum. Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, segir þó að ráðherrarnir mæti til fundar með opinn hug og taki þá fyrst ákvörðun. Þó að olíuverð hafi lækkað mikið á heimsmarkaði undanfarna daga er það enn þrjátíu prósentum hærra en það var í upphafi þessa árs. Fall dollarans hefur hins vegar valdið lækkun á verði til neytenda víðast hvar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×