Innlent

Verðhækkun á áfengi og tóbaki

Sterkt áfengi og tóbak hækka í verði eftir að Alþingi samþykkti með hraði í gærkvöldi að hækka áfengisgjald á sterku víni og tóbaki um 7%. Lögin öðlast þegar gildi en verð á léttvíni og bjór verður óbreytt. Samkvæmt þessu hækkar sterkt vín um rúmlega 5,5% út úr vínbúðunum og tóbak um tæp 4%. Áfengis- og tóbaksgjald hækkaði síðast í nóvember árið 2002 og á hækkunin nú að skila ríkissjóði u.þ.b. 340 milljónum króna á ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×