Lífið

Í mál út af Alexander?

Lögfræðingar í Grikklandi hyggjast fara í mál við framleiðendur stórmyndarinnar um Alexander mikla, þar sem Alexander er sagður hafa verið tvíkynhneigður í myndinni. Lögfræðingarnir fara fram á að tekið verði sérstaklega fram að um skáldskap sé að ræða, en leikstjórinn Oliver Stone, og aðalleikarinn, Colin Farrell, segja hins vegar báðir að það sé alkunna að Alexander hafi verið víðfemur á allan hátt og hann hafi verið gefinn fyrir bæði kynin. Sagnfræðingur hafi verið hafður með í ráðum við gerð handrits myndarinnar, til að tryggja að allt sem þar kæmi fram stæðist. Framleiðendur myndarinnar hafa ekki gefið frá sér opinbera yfirlýsingu vegna málsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.