Erlent

Vitað hverjir rændu málverkunum

Lögreglan í Ósló veit hverjir rændu Ópinu og Madonnu, þekktustu málverkum Edvards Munch af safni hans í lok ágústmánaðar. Heimildarmenn Aftenposten í röðum lögreglunnar segja nú beðið eftir hentugu tækifæri til að grípa þjófana. Øivind Nordgaren, sem stýrir rannsókninni, sagði í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann reiknaði með því að málið yrði upplýst í kringum árámót. Lífsýni sem fundust í einum flóttabíl ræningjanna, sem og vitnisburður sjónarvotta, munu hafa leitt til þess að lögreglan veit hverjir voru að verki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×