Erlent

Fjórir féllu í árás byssumanna

Fjórir féllu í árás byssumanna á rútu sem flutti starfsmenn til alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Fjöldi særðist, en 25 farþegar voru í rútunni þegar árásin var gerð. Sjónarvottar segja að rútan hafi verið eins og gatasigti eftir kúlnahríðina. Algengt er að uppreisnar- og hryðjuverkamenn í Írak geri árásir á rútur sem flytja starfsmenn hersetuliðsins eða sem starfa hjá stofnunum sem lúta stjórn Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×