Erlent

Foringi vígamanna handtekinn

Einn af leiðtogum arabískra vígamanna í Darfur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Mohammed Barbary Ahab el-Nabi var fundinn sekur um gripdeildir og íkveikju. Hann er fyrsti leiðtogi Janjaweed vígamanna, sem ofsótt hafa svarta íbúa Darfur, til að verða dæmdur til fangelsisvistar. Súdönsk stjórnvöld greindu frá fangelsun el-Nabi í gær. Talið er að með dómnum vilji Súdanar sýna að þeir taki á ástandinu í Darfur en nágrannaþjóðir og ríki víða um heim hafa gagnrýnt þá fyrir að aðhafast ekki nóg til að koma á friði í Darfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×